Á­fram er rýming á húsum á Siglu­firði og hættu­stig vegna snjó­flóða­hættu og ó­vissu­stig á Norður­landi. Varð­skip Land­helgis­gæslunnar, Týr, er úti fyrir Eyja­firði og verður til taks á meðan hættu­á­stand varir.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra. Þar segir að á­fram sé spáð snjó­komu og vindi næstu daga á Norður­landi. Í dag hafi fallið snjó­flóð í Héðins­firði en að ekki hafi borist fleiri til­kynningar um flóð. Vegna þessa verður þó hættu­stiginu ekki af­létt eða rýmingum sem eru í gildi á Siglu­firði en þar féllu einnig flóð í gær.

Í­búar sem rýmdu hús í gær fá að fara heim undir kvöld til þess að sækja hluti og huga að eigum sínum undir eftir­liti lög­reglu en fá ekki að dvelja þar.

Þá kemur fram í til­kynningu að í dag hafi tekist að opna Siglu­fjarðar­veg og veginn um Ólafs­fjarðar­múla en að honum verður aftur lokað kl 20:00 í kvöld vegna hættu á snjó­flóðum. Búast má við truflunum á sam­göngum á meðan þetta á­stand varir og er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með til­kynningum Vega­gerðarinnar.

Þá er vegurinn um Ljósa­vatns­skarð á ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu og til­kynnt um að krapastífla hafi verið að myndast við brúna yfir Jökuls­á á Fjöllum og er fólk beðið um að hafa varann á sér þegar farið er um þann vega­kafla.

Á vef­síðu Veður­stofu Ís­lands má sjá spá um stað­bundna snjó­flóða­hættu utan þétt­býlis og til fjalla. Á vef Vega­gerðarinnar má sjá allar upp­lýsingar um færð og á­stand vega.

Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra, Lög­reglan á Norður­landi eystra, Veður­stofa Ís­lands og sveitar­fé­lagið Fjalla­byggð fylgjast á­fram náið með þróun og stöðu mála.

Varðskipið Týr kom inn á Eyjafjörð í morgun eftir siglingu frá Austfjörðum þar sem skipið var statt við eftirlitsstörf. ...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, 21 January 2021