Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur á­kveðið, í sam­ráði við lög­reglu­stjóra á Austur­landi, að af­létta ekki hættu­stigi á Seyðis­firði. Fram kemur í til­kynningu að síðustu vikur hafi verið unnið að hreinsunar­starfi og við gerð varnar­garðs.

Hreinsunar­starf hefur farið fram á því svæði sem stóra skriðan féll þann 18. desember við svo­kallaðan Múla. Þar er um hús að ræða við Hafnar­götu númer 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c. Svæðið telst vinnu­svæði þar sem ó­við­komandi er bannaður að­gangur. Stór­virkar vélar eru notaðar við hreinsunar­starf og gerð varnar­garðs ofan við fyrr­nefnd hús.

Múla­þing, á­samt full­trúa Ofan­flóða­sjóðs, hefur lagt til að hættu­mati verði flýtt á svæði utan við stóru skriðuna vegna húsa sem eru sitt hvoru megin við Stöðvar­læk. Enn ríkir ó­vissa varðandi í­búða­byggð þar til fram­tíðar.

Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur því á­kveðið í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á Austur­landi og Veður­stofu Ís­lands að af­létta ekki hættu­stigi á Seyðis­firði meðan hreinsunar­starf er enn í gangi, á meðan unnið að gerð varnar­garðs og frum­mats­skýrslu beðið fyrir svæðið utan við skriðu.

Þá kemur fram að á meðan enn sé kalt í veðri og ekki rigning telur Veður­stofan ekki að yfir­vofandi skriðu­hætta sé til staðar og að á næstu mánuðum megi búast við að rýmt verði í öryggis­skyni þegar og ef veður­spá er ó­hag­stæð.

Unnin hafa verið drög að reita­skiptri rýmingar­á­ætlun til þess að bregðast við slíkum að­stæðum. Á­ætlunin verður unnin í sam­ráði við íbúa Seyðis­fjarðar og kynnt þegar hún verður til­búin.