Kven­réttinda­fé­lag Ís­lands kallar eftir því í heil­síðu­aug­lýsingu í Frétta­blaðinu og Morgun­blaðinu í dag að unnið sé í sam­einingu að því að ná jafn­rétti á Ís­landi. Í dag, 19. júní, er kven­réttinda­dagurinn haldinn há­tíð­legur.

„19. júní 1915 unnu konur á Ís­landi kosninga­rétt. Enn vinnum við að jafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lagsins. Við náum aldrei kynja­jafn­rétti hér á landi ef konur taka ekki fullan og jafnan þátt í allri á­kvarðana­töku. Jafn­rétti verður aldrei náð ef það er ekki fyrir okkur öll og kven­frelsi náum við að­eins í sam­einingu,“ segir í færslu á sam­fé­lags­miðlum fé­lagsins í dag.

Enn hægt að gera betur

Í til­kynningu frá aug­lýsinga­stofunni Branden­burg kemur fram að aug­lýsingin hafi verið unnin að þeirra frum­kvæði. Með henni var ætlað að benda á að þrátt fyrir að margt hafi á­unnist sé enn hægt að gera betur í, til dæmis, bar­áttu fyrir kyn­bundnu jafn­rétti.

„Því var á­kveðið að endur­gera „Þjóð­fundinn“, þjóð­þekkt mál­verk eftir Gunn­laug Blön­dal. Þar er vísað til þjóð­fundarins sem haldinn var í Lærða skólanum árið 1851 þegar Jón Sigurðs­son og aðrir em­bættis­menn töluðu gegn inn­limun Ís­lands í danska ríkið. Á fimmta tug karl­manna stóð þá á fætur og sagði: „Vér mót­mælum allir“. Í aug­lýsingunni eru þessi fleygu orð endur­vakin, en að þessu sinni eru það ekki ein­göngu karl­menn sem eiga sér máls­vara,“ segir í til­kynningunni.

„Við erum virki­lega stolt af að hafa tekið þátt í þessu metnaðar­fulla og kraft­mikla verk­efni. Það er alltaf á­nægju­legt að vinna að því sem stendur manni nærri. Það krefst auð­vitað mikillar vinnu og skipu­lagningar að fá svona stóran hóp fólks til að koma saman og endur­skapa þjóð­þekkt verk, sem flestir hafa ef­laust skoðun á. Það var engu að síður mikill sam­stöðu­hugur og gleði sem ríkti í Mennta­skólanum í Reykja­vík — ein­mitt í anda verk­efnisins. Nú vonum við bara að skila­boðin hafi til­ætluð á­hrif. Með sam­stöðu getum við nefni­lega gert enn betur í bar­áttunni fyrir jafn­rétti,“ sagði Sig­ríður Theó­dóra Péturs­dóttir, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Branden­burgar.

Hér að neðan má sjá myndband af tökustað.

Kvenfrelsi næst aðeins í sameiningu

Myndin var tekin í há­tíðar­sal Mennta­skólans í Reykja­vík þar sem fundurinn fór fram á sínum tíma. Þátt­tak­endur koma víða að úr sam­fé­laginu. Í til­kynningunni segir að á­hersla hafi verið lögð á að fá fjöl­breyttan hóp fólks til þátt­töku.

„Við náum aldrei kynja­jafn­rétti hér á landi ef konur taka ekki fullan og jafnan þátt í allri á­kvarðana­töku. Jafn­rétti verður aldrei náð ef það er ekki fyrir okkur öll og kven­frelsi náum við að­eins í sam­einingu,“ sagði Tatjana Latin­o­vic, for­maður Kven­réttinda­fé­lags Ís­lands, en við­tal við Tatjönu í til­efni dagsins má lesa hér að neðan.