Ekki verð­ur hægt að hefj­a kennsl­u í fær­an­leg­um ein­ing­um við Foss­vogs­skól­a fyrr en um mán­að­a­mót, en ekki í kring­um þann 15. Sept­em­ber eins og áður hafð­i ver­ið á­ætl­að. Börn­um í 2. til 4. bekk verð­ur því á­fram kennt í hús­næð­i Hjálp­ræð­is­hers­ins.

Fram kem­ur í bréf­i sem sent var á for­eldr­a í dag að taf­irn­ar megi rekj­a til seink­un­ar á seinn­i hlut­a send­ing­ar ein­ing­ann­a vegn­a Co­vid-19.

Þá seg­ir að ein­ing­arn­ar séu hann­að­ar til nota í heit­ar­i lönd­um en á Ís­land­i og að vinn­a við að þykkj­a út­vegg­i hafi ver­ið meir­i en reikn­að var með. Það hafi taf­ið fram­kvæmd­a­ferl­ið enn frek­ar.

Vinn­a við upp­setn­ing­u ein­ing­a­hús­ann­a á lóð Foss­vogs­skól­a hófst 30. ág­úst.