Innlent

Enn ekki tekist að slökkva eldinn í Álfs­nesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að slökkva eld á urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi.

Eldurinn kviknaði fyrst um helgina. Fréttablaðið/Ernir

Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn sem kviknaði út frá dekkjakurli í urðunarstöð Sorpu í Álfs­nesi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu kviknaði eldurinn um helgina og gekk vel að ráða niður­lögum hans en svo í morgun blossaði hann aftur upp.

Mikill fjöldi vinnur að því að slökkva eldinn ásamt því að vinnuvélar hafa verið fengnar til að moka yfir eldinn.

Eins og má sjá á myndunum leggur mikinn reyk leggur frá eldinum sem Stefán segir að sé kol­svartur og „ó­geðs­legur“.

Fjöldi slökkviliðsmanna vinnur að því að slökkva eldinn Fréttablaðið/Ernir

Hundruð fermetra af dekkjakurli

„Við fórum fyrst í þetta á laugar­daginn og náðum að kæfa eldinn niður en síðan hefur þetta verið að grassera undir og braust aftur út í morgun. Þá mjög mikið. Ein­hverjir hundruð fer­metrar af dekkjakurli. Eldurinn er mjög erfiður að eiga við og þarna er austan­strekkingur og mikið reykjar­kóf sem fylgir þessu,“ sagði Stefán Kristins­son hjá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag.

Sjá einnig: Eldur í urðunar­stöð Sorpu í Álfs­nesi

Mikinn og svartan reyk leggur frá eldinum Fréttablaðið/Ernir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Geimvísindi

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Útlendingamál

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Auglýsing

Nýjast

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Samið við 23 sveitar­fé­lög um styrki til ljós­leiðara­væðingar

Tjónið mikið en ekkert mál að þrífa klósettin

Auglýsing