Innlent

Enn ekki tekist að slökkva eldinn í Álfs­nesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að slökkva eld á urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi.

Eldurinn kviknaði fyrst um helgina. Fréttablaðið/Ernir

Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn sem kviknaði út frá dekkjakurli í urðunarstöð Sorpu í Álfs­nesi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu kviknaði eldurinn um helgina og gekk vel að ráða niður­lögum hans en svo í morgun blossaði hann aftur upp.

Mikill fjöldi vinnur að því að slökkva eldinn ásamt því að vinnuvélar hafa verið fengnar til að moka yfir eldinn.

Eins og má sjá á myndunum leggur mikinn reyk leggur frá eldinum sem Stefán segir að sé kol­svartur og „ó­geðs­legur“.

Fjöldi slökkviliðsmanna vinnur að því að slökkva eldinn Fréttablaðið/Ernir

Hundruð fermetra af dekkjakurli

„Við fórum fyrst í þetta á laugar­daginn og náðum að kæfa eldinn niður en síðan hefur þetta verið að grassera undir og braust aftur út í morgun. Þá mjög mikið. Ein­hverjir hundruð fer­metrar af dekkjakurli. Eldurinn er mjög erfiður að eiga við og þarna er austan­strekkingur og mikið reykjar­kóf sem fylgir þessu,“ sagði Stefán Kristins­son hjá Slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag.

Sjá einnig: Eldur í urðunar­stöð Sorpu í Álfs­nesi

Mikinn og svartan reyk leggur frá eldinum Fréttablaðið/Ernir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Innlent

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Innlent

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Auglýsing

Nýjast

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

For­sætis­nefnd fékk erindi um mál Ágústs Ólafs

Auglýsing