Helgu Völu Helga­dóttur, þing­manni Sam­fylkingarinnar, finnst allt of seint hjá heil­brigðis­ráð­herra að boða til sam­ráðs­fundar þann 20. ágúst næst­komandi um lang­tíma­að­gerðir vegna Co­vid-19. Hún bendir á að skólarnir séu að byrja á þeim tíma og að í­þrótta­fé­lög, skólar og lista­menn bíði nú í of­væni eftir lang­tíma­á­ætlunum.

„Þó að veiran sé ó­út­reiknan­leg getur maður ekki bara setið og beðið. Maður þarf að teikna upp allar mögu­legar að­stæður,“ segir Helga Vala í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segir að það sé undar­legt hjá ríkis­stjórninni að segjast vera að vinna lang­tíma­á­ætlanir en boða ekki til sam­ráðs fyrr en eftir tvær vikur: „Til hvers er þá þetta sam­ráð ef þau eru að vinna á­ætlunina núna? Er þetta enn eitt sýndar­sam­ráð ríkis­stjórnarinnar? Að byrja að á­kveða hvernig hlutirnir eiga að vera og kalla svo fólk að borðinu til að kynna fyrir þeim það sem þegar er búið að á­kveða?,“ spyr hún sig.

„Hefur ríkis­stjórnin yfir­leitt ein­hvern á­huga á því að fá annað sjónar­horn inn?“ heldur hún á­fram. „Til dæmis frá þessum hópum sem heil­brigðis­ráð­herra segist ætla að kalla að borðinu. Ef hún hefur á­huga á því þá á hún að vera að kalla þetta fólk að borðinu núna, ekki eftir hálfan mánuð.“

Trúði ekki eigin eyrum

Heil­brigðis­ráðu­neytið til­kynnti í dag að Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra hefði boðað til vinnu­stofu þann 20. ágúst þar sem lykil­hópar í sam­fé­laginu eiga að geta komið að sam­ráði um lang­tíma­að­gerðir í sam­bandi við Co­vid-19. Í kjöl­farið á að stofna fimm manna teymi sem mun annast fram­kvæmdir að­gerðanna og starfa undir sótt­varna­lækni.

Helga Vala segir að þegar hún hafi heyrt af þessu hafi hún ekki trúað eigin eyrum; hún hélt ein­fald­lega að ríkis­stjórnin væri búin að ræða við þessa hópa sam­fé­lagsins og hefði þegar hafið undir­búning fyrir lang­tíma­að­gerðir. „Þetta var svoldið svipað og þegar það kom til­kynning um miðjan maí um að landið yrði opnað 15. júní og þá var til­kynnt að í næstu viku yrði settur saman hópur til að undir­búa opnunina. Þá missti ég líka and­litið því ég hugsaði „Við erum búin að vita það frá því í mars að það þarf að opna landið. Af hverju var þessi hópur ekki settur á lag­girnar þá?““ segir hún.

„Ef maður er að búa til á­ætlun þá byrjar maður ekki á­ætlunar­gerð daginn sem fram­kvæmd hennar á að hefjast,“ heldur hún á­fram. „Það er það sem er svo bilað og það er það sem er að gerast þarna. Skóla­starf á að vera byrjað um þetta leyti.“

Hún býst þá ekki við að stjórnar­and­staðan fái að taka þátt í sam­ráði um lang­tíma­að­gerðirnar: „Við höfum ekki fengið að hafa neitt um neitt að segja hingað til. Ýmist fáum við kynningu á því sem er búið að á­kveða eða bara ekki kynningu á því heldur lesum við frétt um að það sé búið að boða blaða­manna­fund. Og við [stjórnar­and­staðan] erum ekki ein í því; ég heyri í stjórnar­þing­mönnum sem eru alveg jafn rasandi yfir sam­ráðs­leysinu.“