Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, gagn­rýnir skipan Haralds Briem til að stýra skýrslu­gerð um krabba­meins­skimanir en skýrsluna á að gera að beiðni allra stjórnar­and­stöðu­þing­manna.

Sam­kvæmt skýrslu­beiðninni á ó­háður aðili að sjá um verkið og átti að velja hann í sam­ráði við alla flokka. Helga Vala segir að hún geti ekki séð að Haraldur Briem geti verið ó­háður þegar hann „var sótt­varnar­læknir þegar Birgir Jakobs­son, að­stoðar­maður heil­brigðis­ráð­herra var land­læknir sem og þegar Kristján Odds­son, sem leiðir þessar yfir­færslur allar, var að­stoðar­land­læknir. Þá var Haraldur Briem fenginn til að vera skimunar­ráði til ráð­gjafar þegar fyrir­komu­lag skimana var á­kveðið.“

Óska eftir fjögurra vikna fresti

Sam­kvæmt beiðninni, sem óskað var eftir í febrúar, átti að skila skýrslunni í þessari viku en hefur verið óskað eftir fjögurra vikna fresti á skilunum. Helga Vala segir að enn einu sinni falli heil­brigðis­ráð­herra á prófinu þegar kemur að máli leg­háls­skimanna.

„Það er ekki eitt, það er bein­línis allt við þetta alveg of­boðs­lega mikið klúður,“ segir hún að lokum í færslu sem má sjá hér að neðan.

Í febrúar sl. óskuðu allir stjórnarandstöðuþingmenn eftir skýrslu um krabbameinsskimanir og ákvarðanatöku þar að lútandi...

Posted by Helga Vala Helgadóttir on Monday, 10 May 2021