Guð­mundur Felix Grétars­son, sem fékk hand­leggi grædda á sig í fyrra, deildi í dag hug­ljúfri mynd á Insta­gram af sjálfum sér þar sem hann leiðir dóttur­dóttur sína.

„Það er nauð­syn­legt að #afi hafi eitt­hvað til að halda í,“ segir Guð­mundur Felix.

Hann hefur verið mjög opin­skár um bata­ferlið eftir að­gerðina, deilt mynd­böndum og myndum af sigrum og sorgum. Og af myndinni að dæma er enn einn sigurinn mættur í hús.