Jef­frey Ep­stein og sam­starfs­kona hans, Ghisla­ine Maxwell, sæta nú nýjum kyn­ferðis­brota­á­kærum en ó­nafn­greind kona lagði fram á­kæru í Flórída í síðustu viku þar sem hún sakaði Ep­stein og Maxwell um að hafa nauðgað sér fyrir framan son hennar árið 2008. Málið verður tekið fyrir á morgun.

Nafn konunnar er ekki getið í á­kærunni en hún lýsir því að Ep­stein og Maxwell hafi í­trekað nauðgað sér fyrir framan átta ára son sinn þegar þau dvöldu á hóteli í Nap­les. Konan starfaði sem fast­eigna­sali í Flórída þegar meint brot voru framin en hún var þá 26 ára gömul.

Seld til annarra manna

Að því er kemur fram í frétt Miami Herald hefur konan einnig sakað Ep­stein um kyn­lífsman­sal en að því er kemur fram í á­kærunni á Ep­stein að hafa selt hana til annarra karl­manna, þar á meðal dómara. Þá hafi Ep­stein látið hana fara í að­gerð á leg­göngum til þess að hann gæti selt hana sem hreina mey.

Konan lýsir því að hún hafi fyrst hitt Ep­stein og Maxwell árið 2006 eða 2007 í veislu hjá þá­verandi vinnu­veit­enda sínum. Ep­stein hafi síðan sagst á­huga­samur um að ráða hana til starfa og hún hafi loks tekið við starfinu vegna í­trekana Maxwell.

Hótaði að fleygja henni í krókódíla pytt

Í byrjun árs 2008 hafi hún síðan verið send á heimili Ep­steins þar sem hún átti að klippa hár hans en þegar hún kom hafi Ep­stein verið nakinn. Hann hafi í kjöl­farið nauðgað henni með að­stoð Maxwell og þegar hún hótaði að hringja á lög­reglu var henni til­kynnt að það hafi þegar verið gert.

Tveir menn klæddir sem lög­reglu­þjónar komu í kjöl­farið og hótuðu að hand­taka hana fyrir vændi. Henni var síðan skipað að fara í bíl með Ep­stein og Maxwell sem stöðvaði við vatns­lendi sem var fullt af krókódílum.

Að því er kemur fram í á­kærunni dró Ep­stein konuna að svæðinu og sagði að hún myndi enda með krókódílunum ef hún segði ein­hverjum frá því sem gerðist en þau hafi áður gripið til slíkra ráða. Því næst hafi þau haldið til hótelsins í Nap­les þar sem henni var aftur nauðgað.

Sífellt fleiri stíga fram

Sí­fellt fleiri á­sakanir gegn Ep­stein hafa litið dagsins ljós síðast­liðna mánuði en Ep­stein lést í fanga­klefa sínum þann 10. ágúst 2019 þar sem hann var í haldi vegna gruns um fjölda kyn­ferðis­brota gegn ungum stúlkum sem hann hélt í kyn­lífs­á­nauð og seldi til annarra manna.-

Þá hafa fleiri á­sakanir gegn Maxwell komið upp en hún var sam­starfs­kona Ep­stein til margra ára. Hún var hand­tekinn í fyrra vegna gruns um að hafa lokkað ungar stúlkur heim til Ep­steins og þar með hafi hún verið sam­sek í brotum hans. Hún var fyrr í vikunni á­kærð fyrir kyn­lífsman­sal stúlkna undir aldri.