Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir enn eina hrinuna af fjár­svika­til­raunum dynja yfir núna og í þetta sinn hafa svindlarnir valið að þykjast vera Spoti­fy.

Áður hafa svindlararnri beitt fyrir sér Póstinum/DHL/Net­flix/Skattinum/Bönkunum og jafn­vel lög­reglunni, segir í til­kynningu lög­reglunnar.

„Mjög auð­velt er að gera sann­færandi skeyti en síðan er fólk beðið að skrá ínn korta­númer eða fara inn á tengla sem inni­halda spilli­for­rit. Tjón getur auð­veld­lega hlaupið á hundruðum þúsunda. Við biðjum því fólk að sýna veru­lega tor­tryggni fái það slík skeyti, skoða upp­runa þeirra og ekki skrá inn kortið sitt á þennan máta,“ skrifar Lög­reglan á Face­book.

Ljósmynd/lögreglan

„Að­ferðin er í raun ein­föld, að falsa skeyti, gera þau trú­verðug og vonast til að fólk fari á tengla eða skrái inn greiðslu­kort í hugsunar­leysi. Þeir fylgja því jafn­vel eftir með stað­festingu í síma og ef það er sam­þykkt eða öryggis­númer er gefið upp þá er eig­andi greiðslu­kortsins orðinn á­byrgur.“

Sam­kvæmt lög­reglunni er engin leið að stoppa þetta því svindlararnir eru stöðugt að skipta um lén og net­föng. Þannig að fólk þarf að temja sér net­öryggi.

Lögreglan hvetur fólk til að hafa varann á
Ljósmynd/lögreglan