Rann­sókn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á skot­á­rás á skrif­stofu Sam­fylkingarinnar gengur vel auk rann­sóknar héraðs­sak­sóknara á skot­á­rás á bíl borgar­stjóra, Dags. B. Eggerts­sonar.

Að sögn Kol­brúnar Bene­dikts­dóttur, vara­héraðs­sak­sóknara, hefur einn stöðu sak­bornings í málinu. Rann­sókn málsins er ekki lokið en gengur vel. Málið er rann­sakað sem brot gegn vald­stjórninni og er þess vegna á borði héraðs­sak­sóknara en einn maður var í haldi lög­reglunnar fyrir um mánuði síðan, Hallur Gunnar Er­lings­son.

Hallur er á sex­­tugs­aldri og er fyrr­verandi lög­­reglu­­maður. Hann var dæmdur árið 2003 til á­tján mánaða fangelsis­vistar fyrir kyn­­ferðis­brot gegn þremur stúlkum á aldrinum ellefu til sex­­tán ára sem allar tengdust honum fjöl­­skyldu­böndum. Hann hlaut upp­­reist æru árið 2010.

Engin niðurstaða komin í málið

Guð­mundur Páll Jóns­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, sem sér um rann­sókn lög­reglunnar á skot­á­rásinni á skrif­stofu Sam­fylkingarinnar, segir að rann­sókninni sé ekki lokið.

„Það er verið að vinna í þessu á­samt fleiri málum. Það er ekki komin niður­staða í málið,“ segir Guð­mundur Páll.

Hann segir að ekki sé enn vitað hver stendur að baki skot­á­rásinni á skrif­stofu flokksins í lok janúar á þessu ári.