Hætt hefur verið við á­form um að taka upp notkun á Co­vid bólu­setningar­pössum í Eng­landi sem kröfu fyrir inn­göngu á ýmsa staði innan­lands, svo sem nætur­klúbba. Á­formin voru kynnt fyrir tveimur dögum síðan af menningar­mála­ráð­herra Bret­lands, Oli­ver Dowden.

Heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands, Sajid Javid, stað­festir að hætt hafi verið við þær á­ætlanir í sam­tali við frétta­stofu The Guar­dian. „Ég held að mörgum hafi ó­sjálf­rátt líkað illa við hug­myndina, ég var aldrei hrifinn af hug­myndinni að segja fólki, þú þarft að sýna pappíra til að taka þátt í hvers­dags­legum at­burðum,“ segir Javid.

Hann segir að gögnin verði skoðuð og að mögu­lega verði enn gripið á það ráð ef þörf virðist vera á því. „Það gleður mig að segja að við munum ekki fara af stað með á­ætlanirnar eða bólu­setningarpassana.“

Skotar halda sínu striki

Skoska þingið sam­þykkti í lok seinustu viku svipuð á­form fyrir bólu­setningarpassa sem munu taka gildi 1. októ­ber næst­komandi. Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skot­lands, lagði fram á­ætlanirnar um bólu­setningarpassa í byrjun mánaðarins til að stemma stigu við út­breiðslu Co­vid-smita í landinu.

Flokkurinn Scottish Greens segir á­formin vera ó­rétt­lát og Alex Cole-Hamilton, leið­togi Scottish Liberal Democrat, segist vera á móti á­ætlunum og hafa á­hyggjur af því að Skotar þurfi nú í fyrsta sinn að sýna ó­kunnugum heilsu­fars­gögn sín til að geta tekið þátt í sam­fé­laginu.