Aðal­steinn Leifs­son, ríkis­sátta­semjari, segir enga sam­eigin­lega fundi í kjara­við­ræðum boðaða í dag. Hann hafi þó átt mjög ítar­leg sam­töl í gær við alla þá sem sitja við samninga­borðið, for­menn allra stéttar­fé­laga og Sam­tök at­vinnu­lífsins.

„Mín niður­staða eftir þau sam­töl var að það þyrfti að fara fram frekari undir­búnings­vinna áður en það væri skyn­sam­legt að setjast niður á sam­eigin­legan fund,“ segir Aðal­steinn.

Sú undir­búnings­vinna hafi hafist um helgina og haldi á­fram í dag.

„Ég verð bara að sjá hvernig henni fram vindur og byggja mína á­kvörðun um næsta sam­eigin­lega fund á því. Stundum er tímanum betur varið í undir­búning og innri fundi í heima­högum frekar en á sam­eigin­legum fundi, og þetta er einn af þeim dögum,“ segir Aðal­steinn.