Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra, segir aug­ljósa þreytu komna í bæði rússneska og úkraínska hermenn en að á sama tíma sé mikil ó­vissa með Pútín því enginn viti hversu langt hann sé til­búinn að fara með þetta. Hún segir að Ís­land muni halda á­fram að styðja við úkraínska flótta­menn sem hingað koma en að erfitt sé að segja hversu margir ná­kvæm­lega myndu koma hingað. Þórdís Kolbrún var gestur í Sprengi­sandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún inn­rás Pútíns í Úkraínu.

Kristján Kristjáns­son, stjórnandi þáttarins, spurði Þór­dísi út í orð pólska sendi­herrans í við­tali við Frétta­blaðið um helgina en hann sagði að ef að Pútín myndi ráðast inn í landið myndu þeir taka á móti honum en sagði það verða vanda­mál að ef Pútín ráðist inn í Finn­land, því Finnar eru ekki aðilar að NATO.

Þór­dís Kol­brún segist sjálf hafa spurt sig þessarar spurningar og sagði NATO hafa talað skýrt um að þau taki ekki beint þátt í á­tökum sem ekki eru innan banda­lagsins. Finnar eru ekki aðili að NATO en eru náinn sam­starfs­aðili.

„Ég þori ein­fald­lega ekki að segja til um það en það yrði aug­ljós­lega mjög sárs­auka­fullt fyrir úkraínsku þjóðina,“ sagði Þór­dís Kol­brún en á­rétti samt að Finnar og Svíar eru ekki aðili að banda­laginu.

Þór­dís sagði hættuna vera til staðar en að það væri erfitt fyrir utan­ríkis­ráð­herra að tjá sig um þessi mál.

Margt getur farið úrskeiðis

Hún sagði mikinn ein­hug meðal utan­ríkis­ráð­herra og varnar­mála­ráð­herra að koma úkraínsku þjóðinni til að­stoðar en að það væri mjög ó­líkt innan þjóðanna og al­mennings hverrar þjóðar þær skoðanir á því hvernig sú að­stoð eigi að vera.

„Enginn veit hvað Pútín er til­búinn að ganga langt,“ sagði Þór­dís og að þetta væri erfitt fyrir fólk því það er ekki mikil bjart­sýni fyrir fólk eins og staðan er núna.

Hún sagði svo margt geta farið úr­skeiðis, bara ó­vart og nefndi sem dæmi þreytu innan rúss­neska hersins sem hefur verið talað um. En einnig meðal úkraínskra ráða­manna væri á­kallið orðið sterkara og meira núna þegar rúmur mánuður er liðinn af á­tökunum.

Þór­dís sagði að­dáunar­fullt og sárs­auka­fullt á sama tíma að horfa a úkraínsku þjóðina sem berst enn með miklum móði.

Spurð um sam­skipti þeirra við rúss­nesk yfir­völd segir Þór­dís þau mjög tak­mörkuð. Hún sagði að þau hafi rætt við sendi­herrann en að annars fylgi þau öðrum þjóðum. Hún segist skilja reiði fólks gagn­vart því að hann sé enn hér en að diplómatísk sam­skipti séu mikil­væg á friðar- og stríðs­tímum.

Hún sagði að þótt friðar­við­ræður væri ekki að ná neinum mark­miðum núna þá þyrfti á­tökunum að ljúka ein­hvern veginn.

„Rúss­land er og verður þarna,“ sagði Þór­dís og að sama hvað gerist þá munum við þurfa að eiga við þau ein­hvers konar sam­skipti sama hvernig fer. Hún ræddi enn frekar okkar sam­skipti við Rússa en þau tóku sem dæmi við for­mennsku af okkur í Norður­skauts­ráðinu í fyrra.

„Guði sé lof að þessi á­kvörðun var tekin árið 1949“

Þór­dís Kol­brún talaði einnig um þjóðar­öryggis­á­ætlun okkar og á­stand heimsins væri breytt með þessari inn­rás og að Ís­lendingar þurfi mögu­lega að endur­skoða sína stöðu og sínar varnir, sér­stak­lega með til­liti til land­fræði­legrar stöðu okkar. Það væri okkur til gagns en líka NATO

„Við þurfum að vera til­búin að gera það sem þarf til að bregðast við al­ger­lega breyttri heims­mynd,“ sagði Þór­dís Kol­brún.

Spurð um veru Ís­lands í NATO bendi Kristján á að þjóðin hafi aldrei verið spurð um það hvort hún vilji vera þarna en Þór­dís sagðist ekki hrædd að eiga það sam­tal við þjóðina.

„Guði sé lof að þessi á­kvörðun var tekin árið 1949,“ sagði Þór­dís og að henni hefði aldrei órað fyrir því að árið 2022 þyrfti hún að velta því fyrir sér hvernig fram­tíð barnanna hennar yrði.

Spurð hvort hún sæi fyrir sér að okkar þátt­taka innan NATO verði aukin sagði Þór­dís að hún gerði frekar ráð fyrir því að sam­skiptin myndu aukast og nefndi þá sér­stak­lega sam­skipti utan­ríkis­ráð­herra og varnar­mála­ráð­herra. Hún sagði að hér yrði ekki byggður upp her en að hér væru á­kveðnir mögu­leikar til við­bragða. Hún benti þó á að hér þurfi að bæta net­öryggi og að hér væri hægt að byggja upp þekkingu sem gæti nýst banda­laginu.

Þór­dís Kol­brún og Kristján töluðu einnig um ESB og EES samninginn og sagðist Þór­dís Kol­brún þeirrar skoðunar að Ís­lendingum sé betur borgið utan sam­bandsins. Spurð hvort að það eigi að spyrja þjóðina að því sagði Þór­dís að hér væri þing og ef að það væri ekki stuðningur innan meiri­hluta á þingi eða ríkis­stjórnar fyrir á­kvörðuninni þá ætti ekki að gera það.

Hægt er að hlusta á við­talið hér á vef Vísis.