Enginn af þeim tæplega tvö hundruð sem horfðu á beina útsendingu af voðaverkunum í Christchurch í Nýja Sjálandi tilkynnti myndbandið til Facebook. 

Hægrisinnaður öfgamaður myrti fimmtíu í tveimur moskum á föstudaginn og birti beina útsendingu af morðunum á Facebook. 

Um tvö hundruð horfðu á myndskeiðin í beinni útsendingu og tilkynnti enginn þeirra myndbandið. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook, sem AP-fréttastofan, fjallar um, tilkynnti enginn myndbandið til stjórnenda Facebook sem undirstrikar þann vanda sem samfélagsmiðlafyrirtæki glíma við hvað varðar skjót viðbrögð við ofbeldisfullt myndefni. 

Bein útsending af voðaverkunum varði í sautján mínútur. Fyrsta tilkynning frá Facebook notanda um myndbandið kom ekki fyrr en 12 mínútum eftir að myndbandinu lauk. Facebook fjarlægði myndbandið „innan nokkurra mínútna“ eftir að lögregla gerði stórfyrirtækinu viðvart um tilvist þess.

„Enginn notandi tilkynnti myndbandið á meðan beinni útsendingu stóð,“ er haft eftir Chris Sonderby, hjá Facebook. Um fjögur þúsund höfðu horft á myndbandið þegar það var tekið niður.