Samkvæmt lögheimilaskrá landskjörstjórnar og úthlutun þingsæta til frambjóðenda í byrjun mánaðarins er dreifing þingmanna nokkuð ójöfn milli landshluta og svæða. Ef vestasti hluti Suðurkjördæmis er

skilgreindur sem nágrenni höfuðborgarsvæðisins búa þéttari byggðir á suðvesturhorninu yfir fimmtíu þingmönnum. Þá eru eftir þrettán þingmenn sem standa þess utan. Tveir þingmenn eru með lögheimili á

Vestfjörðum. Einn býr á Hólum og annar á Sauðárkróki. Átta þingmenn búa á svæðinu frá Fjallabyggð til Fáskrúðsfjarðar. Enginn er milli Flúða og Fáskrúðsfjarðar.

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG, búsett í Fjallabyggð, segist alltaf hafa talað fyrir auknu vægi atkvæða í dreifðum byggðum, ekki síst vegna þjónustuskorts. Mikilvægt sé af þeim sökum að dreifðu byggðirnar

fjarri höfuðborgarsvæðinu eigi þingfulltrúa. „Ég hefði viljað sjá fleiri þingmenn eftir þessar kosningar úr dreifðum byggðum,“ segir hún. Bjarkey segir að í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, þyki ekki vinsælt að

bjóða sig fram ef frambjóðandinn sé ekki með fasta búsetu í kjördæminu. Fólkið vilji tengingu þegar það kýs. Eigi að síður hafi Jakob Frímann náð kjöri þannig að ekkert sé algilt