Enginn eldislax hefur veiðst í netum sem voru lögð eftir að gat fannst á neti sjókvíar Laxa fiskeldis í Reyðarfirði.

Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð og net lögð við umrædda kví eftir að gatið uppgötvaðist. Eftirlitsmaður Fiskistofu tók þátt í því að vitja um netin fyrir helgi.

Gatið uppgötvaðist á fimmtudag og veiðiaðgerðum var hætt daginn eftir á föstudegi.

„Ekki veiddist neitt í netin og var veiðiaðgerðum hætt á föstudaginn,“ segir Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðissviðs hjá Fiskistofu, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Fiskistofa munfylgja málinu eftir og athuga hvort vart verður við fiska sem hafa eldiseinkenni í náttúrulegum vötnum.