Sveitar­fé­lögin og al­manna­varnir á höfuð­borgar­svæðinu hafa á­kveðið að hafa skipu­lags­dag í leik- og grunn­skólum, tón­listar­skólum og frí­stunda­starfi mánu­daginn 2. nóvember vegna hertra sótt­varnar­reglna stjórn­valda til varnar CO­VID-19.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins sendi frá sér rétt í þessu. Verður dagurinn notaður til að skipu­leggja starfið með kennurum og öðru starfs­fólki.

Leik- og grunn­skóla­börn eiga því ekki að mæta í skólann mánu­daginn 2. nóvember en nánari upp­lýsingar um skóla­starfið verða sendar frá skólunum til for­eldra og for­ráða­manna um á­fram­hald skóla­starfsins. Skóla- og frí­stunda­starf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðju­daginn 3. nóvember.