Enginn skip­verja í skut­togaranum Gull­ver NS reyndist vera með kórónu­veiruna svo­kölluðu. Frá þessu er greint á vef Síldar­vinnslunnar sem gerir Gull­ver út.

Lög­reglan á Austur­landi greindi frá því í gær­kvöldi að fimm skip­verja um borð væru með ein­kenni sem svipuðu til CO­VID-19. Skipið kom til Seyðis­fjarðar í gær­kvöldi og tók starfs­fólk Heil­brigði­stofnunar Austur­lands úr þeim sýni í morgun.

Þá voru aðrir um borð sendir í sótt­kví. Nú er ljóst eins og áður segir að enginn af hinum fimm skip­verjum er smitaður. skipið hyggst því halda aftur til veiða í kvöld.