Nú liggja tíu sjúk­lingar á Land­spítala vegna CO­VID, allir á bráða­legu­deildum spítalans og eru þrír þeirra óbólu­settir. Enginn þeirra er á gjör­gæslu. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Land­spítalanum um stöðuna á spítalanum klukkan 14 í dag.

Þar kemur einnig fram að alls hafa 95 sjúk­lingar lagst inn á Land­spítala með Co­vid í fjórðu bylgju far­aldursins. Um þriðjungur er óbólu­settur. Sex­tán hafa þurft gjör­gæslu­stuðning.

Þrír sjúk­lingar með Co­vid hafa látist í fjórðu bylgju far­aldursins á Land­spítala .

Nú eru 805 sjúk­lingar, þar af 220 börn, í Co­vid göngu­deild spítalans. Einn er metinn rauður en 16 ein­stak­lingur gulur og þurfa nánara eftir­lit.

11 starfs­menn eru í ein­angrun vegna CO­VID-19, 17 í sótt­kví A, 12 í sótt­kví B og 90 í sótt­kví C.

Greint var frá því fyrr í dag að Land­spít­al­anum verð­i veitt auk­ið fjár­magn til að fjölg­a stöð­u­gild­um gjör­gæsl­u- og svæf­ing­a­lækn­a um tvö og bæta við einu stöð­u­gild­i sér­náms­lækn­is á gjör­gæsl­u­deild. Þá verður einnig bætt við fjár­magn­i sem ger­ir kleift að fjölg­a hjúkr­un­ar­fræð­ing­um sem hyggj­a á nám í gjör­gæsl­u­hjúkr­un og opn­að verð­ur fyr­ir að­gang allr­a hjúkr­un­ar­fræð­ing­a sem vilj­a sér­hæf­a sig í gjör­gæsl­u­hjúkr­un til að sækj­a um Bas­ic ICU þjálf­un í herm­i­setr­i Land­spít­al­a. Enn frem­ur verð­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­um sem starf­a á gjör­gæsl­u tryggð sí­mennt­un ár­leg­a.