„Reykja­víkur­borg hefur eftir­lits­skyldu með leik­skólum í Reykja­vík. En við munum að sjálf­sögðu styðja við fé­lags­fólk okkar sem leitar til okkar vegna þessa máls,“ segir Haraldur Gísla­son, for­maður Fé­lags leik­skóla­kennara, um mál sem hefur komið upp í leik­skólanum Sælu­koti í Reykja­vík.

Greint var frá því í vikunni að starfs­maður hafi verið kærður fyrir að brjóta kyn­ferðis­lega, marg­sinnis, á stúlku í leik­skólanum. Stúlkan er þriggja ára gömul.

„Við eigum ekki marga fé­lags­menn þarna, en á leik­skólanum Sælu­koti er enginn leik­skóla­kennaramenntaður starfandi, en mögu­lega fólk með aðra há­skóla­menntun,“ segir Haraldur.

Hann segir það ekki al­gengt að enginn leik­skólakennara­menntaður sé starfandi. Sam­kvæmt lögum eigi 2/3 sem sinna upp­eldi og menntun að hafa leyfis­bréf.

„Hlut­fallið á lands­vísu er 25 prósent og hefur verið það frá 2019,“ segir Haraldur og að helsta á­stæðan fyrir því að hlut­fallið hækki ekki sé gríðar­leg stækkun kerfisins.

„Það stækkaði um helming á þessum árum. Við fórum frá því að vera þrjú þúsund í að vera sex þúsund og við erum að leyfa leik­skóla­stiginu að stækka of mikið á of stuttum tíma og það skapar ó­hjá­kvæmi­lega vanda­mál,“ segir Haraldur.

Ákall fyrrverandi starfsmanna

Reykjavíkurborg staðfesti í gær að leikskólinn Sælukot sé til skoðunar vegna kvartana og ábendinga um starfsemi þess. Í tilkynningu frá borginni í gær kom fram að brugðist verður við ýmist með bréfum, fundum eða eftirliti og í kjölfarið með tilmælum og kröfu um að gerðar verði úrbætur á því sem talið er ábótavant.

Tilkynning borgarinnar var send út í kjölfar þess að fyrrverandi starfsmenn Sælukots frá sér ákall þar sem þess er krafist að skólanum verði lokað eða gerðar verulegar breytingar á starfsháttum hans. Í skýrslu sem kom út um leikskólann árið 2017 kom fram að mat á námi og velferð barna í Sælukoti var talið óviðunandi.

Framkvæmt var ytra mat á Sælukoti árið 2017 og má hér sjá skýrslu vegna matsins. Þrír þættir í starfi leikskólans voru taldir óviðunandi; leikskólaþróun og símenntun, opinber birting og umbætur og mat á námi og velferð barna.

Fjallað verður nánar um mál Sælukots í Fréttavaktinni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld en þar verður rætt við tvo fyrrverandi starfsmenn leikskólans.