Einungis ein kona hlaut Nóbels­verð­­­laun þetta árið en Göran Hans­­­son, aðal­­­ritar Konung­­­legu sænsku vísinda­akademíunnar, segir þó ekki í hyggju að setja á kynja­­­kvóta fyrir Nóbels­verð­­­launin.

Maria Ressa, blaða­maður frá Filipps­eyjum, deildi Friðar­verð­laununum með rúss­neska kollega sínum Dmi­try Muratov. Hún er að­eins 59. konan sem hlotnast sá heiður. Verð­launin voru sett á lag­girnar árið 1901.

Hans­son segir í sam­tali við AFP að verð­launin séu veitt þeim „sem hafa gert merkustu upp­götvanirnar...ekki vegna kyns eða kyn­þáttar.“

„Það er miður að svo fáar konur hafi fengið Nóbelinn og er það endur­speglun á sam­fé­lags­að­stæðum. Sér­stak­lega á árum áður sem enn ríkja. Það er enn mikið verk fyrir höndum. Við höfum á­kveðið að setja ekki á kynja- eða þjóð­ernis­kvóta,“ segir Hans­son. Hann segir það í anda þess sem Al­fred Nobel, for­sprakki verð­launanna, vildi.

„Þegar upp er staðið veitum við verð­launin þeim sem standa fremst, þeim sem hafa lagt mest til.“

Maria Ressa.