Á Vestfjörðum er enginn í einangrun og enginn í sóttkví. Þó eru 13 einstaklingar í skimunarsóttkví sem eru nýlega komin að utan. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að þau sem eru í skimunarsóttkví hafi annað hvort valið 14 daga sóttkví eða tvær sýnatökur en þau sem hafi valið það þurfi að bíða eftir niðurstöðu úr seinni skimun.

Lögreglan segir afar mikilvægt að þau sem eru í sóttkví virði bæði reglur og fyrirmæli sem um það gilda. Þá segja þau að nánast daglega séu sýnatökur hjá heilsugæslunni hjá einstaklingum sem finni fyrir flensueinkennum.

„Við getum verið ánægð með hversu vel gengur á Vestfjörðum, þessa dagana, að halda veirunni í skefjum. En jafn mikilvægt að við séum á varðbergi og förum eftir öllum leiðbeiningum og reglum um sóttvarnir. Staðan getur hæglega breyst á skömmum tíma. Þetta er ekki alveg búið,“ segir svo að lokum.

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal aðfararnótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín að kvöldi til þegar...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Tuesday, 15 December 2020