Að­gerða­stjórn al­manna­varna á Norður­landi vestra greinir frá því að enginn sé nú í ein­angrun í lands­hlutanum en um er að ræða eina lands­hlutann þar sem enginn er í sótt­kví eða ein­angrun.

„Það er á­stæða til að fagna á­fanga­sigri hjá okkur á Norður­landi vestra,“ segir í til­kynningunni sem birt var á Face­book síðu lög­reglunnar. „Tafla dagsins er ein­stak­lega á­nægju­leg og vonumst við að hún haldist svona á­fram.“

Þrátt fyrir að enginn sé nú smitaður þar í­trekar að­gerðar­stjórn að fólk þurfi á­fram að vera vakandi og á varð­bergi. Mikil­vægt sé að halda á­fram að sinna ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum.

Eins og staðan er í dag eru nú 176 manns í ein­angrun með virkt smit hér á landi en virkum smitum hefur farið fækkandi síðast­liðna daga. Auk Norður­lands vestra er enginn í ein­angrun á Vest­fjörðum en þar eru þó þrír í sótt­kví. Þar á eftir kemur Austur­land þar sem einn er í ein­angrun og einn í sótt­kví.

Allar helstu tölur um stöðu faraldursins hér á landi má nálgast á covid.is.

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra !! Það er ástæða til að fagna áfangasigri hjá okkur á...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Miðvikudagur, 25. nóvember 2020