Enginn hlaut fyrsta vinning lottó í kvöld sem var að andvirði rúmlega eitt hundrað milljón króna. Þetta gætu verið góðar fréttir fyrir heppinn keppanda í næstu viku en þá verður fyrsti vinningur áttfaldur og mun vinningur því hljóða upp á 125 milljónir.

Einn hlaut Jókerinn

Einn hlaut Jókerinn í kvöld og vann þar með tvær milljónir, sá lukkunnar pamfíll festi kaup í miða sínum í Kúlunni á Réttarholtsvegi. Tíu skipta með sér öðrum vinningi og fær hver 112.500 krónur. Einnig voru tíu með fjóra í réttri röð í Jókernum og fær þá hver hundrað þúsund krónur í sinn hlut.