Elon Musk, eigandi Twitter og einn af ríkustu mönnum heims hefur nú náð þeim vafasama árangri að vera sú manneskja sem hefur tapað mestum peningum í skráðri sögu en hann hefur samtals tapað meira en 200 milljörðum dollara.

Til gamans má geta að þetta samsvarar um 28.5 trilljónum íslenskra króna sem eru áttföld fjárlög íslenska ríkisins árið 2021.

Musk var önnur manneskjan sem eignaðist meira en 200 milljarða dala á eftir Jeff Bezos, eiganda Amazon og náði hann mestum hæðum í Nóvember árið 2021 þegar heildar virði hans fór upp í 340 milljarða dollara.

Ríkidæmi Musk hefur þó dvínað nokkuð á þessu ári en fall í virðist hlutabréfa Tesla, rafbílafyrirtækis hans hefur þurrkað út meira en 137 milljarða dollara. Peningar Musk eru að mestu leiti tengdir við þau hlutabréf og hefur virði fyrirtækisins farið lækkandi síðustu mánuði.

Musk eignaðist samfélagsmiðilinn Twitter í október á þessu ári og svo virðist sem athygli hans hafi beinst að mestu á að gera fyrirtækið gróðvænlegt en það hefur þó ekki gengið sem skildi.

Musk notar þó miðilinn sjálfur óspart og heldur áfram að dæla inn tístum. Hans nýjasta tíst ber þó þess merki að hann gæti verið að horfa til þess að spara peninga en hann segir að „stundum er það betra að búa bara til pizzu heima“