Enginn geðlæknir mun starfa á Heilsustofnun í Hveragerði en Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við RÚV enga kröfu vera gerða í samningi við Sjúkratryggingar.

Forstjóra Heilsustofnunarinnar, Haraldi Erlendssyni, var sagt upp í júní en hann var eini starfandi geðlæknirinn á staðnum. Ástæða uppsagnarinnar hefur ekki verið gerð opinber.

Eru í góðum málum

Ingi Þór telur geðheilbrigðisþjónustu ekki skerðast þrátt fyrir uppsögnina og tekur hann fram að enn verði boðið upp á jafn mörg rými. Hann segir geðteymi leiða vinnu á geðsviði áfram í stofnuninni. Hann segir starfið hafa gengið alveg jafn vel þó enginn geðlæknir sé til staðar og segir stofnunina vera í góðum málum.

Heilsustofnun hefur verið starfrækt í yfir 60 ár og sækja allt að 1500 manns þjónustu þangað á hverju ári.

Um það bil 1500 manns koma ár hvert á Heilsustofnun.
Fréttablaðið/Vilhelm