Enginn flug­stjóri er á vakt hjá Land­helgis­gæslunni í dag vegna veikinda og því ekki hægt að senda þyrlu þeirra á vett­vang slyss undir Eyja­fjöllum fyrr í dag.

„Vegna veikinda var enginn flug­stjóri á vakt og ekki reyndist unnt að kalla út flug­stjóra á frí­vakt til að full­manna út­kalls­hæfa á­höfn,“ segir Ás­geir Er­lends­son upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar.

Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þeim þyki miður að þyrlu­sveitin hafi ekki getað annast út­kall vegna um­ferðar­slyss sem varð á Suður­landi fyrr í dag en Lög­reglan á Suður­landi sagði í til­kynningu að einn hefði verið fluttur slasaður af vett­vangi þegar bíll lenti utan vegar.

„Það var allt gert til að reyna að fá annan flug­stjóra til að hlaupa í skarðið fyrir þann sem veiktist og átti að vera á vakt í dag, en það reyndist því miður ekki mögu­leiki,“ segir Ás­geir en alls starfa sex flug­stjórar hjá Land­helgis­gæslunni.

Og þið getið ekki leitað neitt annað?

„Nei, það er þannig. Flug­stjórar eru tak­mörkuð auð­lind og í þetta skiptið reyndist ekki hægt að kalla í annan flug­stjóra á frí­vakt til að hlaupa í skarðið.“

Er þetta ekki nokkuð al­var­legt?

„Já, það er al­var­legt þegar þessi staða kemur upp.“