Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, gagn­rýnir aug­lýsingu, sem birt var í Morgun­blaðinu í dag, sem inni­hélt meðal annars meintar auka­verkanir í kjöl­far bólu­setningar á borð við lömun og blindni.

„Mér finnst að ef fólk er að birta aug­lýsingar þá á það að birta þær undir nafni,“ segir Rúna. „Það er villandi að láta líta út eins og þetta komi frá heil­brigðis­yfir­völdum.“

Ekki þekktar aukaverkanir

Aug­­lýsingin var keypt af Bjuti ehf., sem er í eigu Vil­­borgar Bjarkar Hjalte­sted. Í aug­lýsingunni var fólk hvatt til að til­kynna auka­verkanir vegna bólu­setninga gegn Co­vid-19 til Lyfja­stofnunnar. Þá voru sett fram meint dæmi um auka­verkanir vegna bólu­setninga á borð við lömun, blindu, heila­blóð­fall, and­lát og fleira.

„Það er tekinn fram listi og settur fram líkt og þar sé um að ræða þekktar auka­verkanir,“ segir Rúna sem bendir á að slíkt standist enga skoðun. Til­kynningar sem berast Lyfja­stofnun séu bara um mögu­lega auka­verkanir og ekki búið að stað­festa or­saka­tengsl í flestum til­vikum.

Þá hafi margt á listanum aldrei verið til­kynnt til stofnunarinnar þar á meðal blinda, lömun, heil­blóð­fall og fleira. Stofnuninni hafi vissu­lega borist til­kynningar um blóð­tappa en þeir hafi ekki verið stað­settir í heila. „Þetta er ó­skap­lega víður listi og margt sem við höfum ekki fengið til­kynningu um.“

Alls hefur stofnunin hlotið 14 til­kynningar um blóð­tappa og þar af bárust sjö í kjöl­far bólu­setningar með AstraZene­ca. „Þetta eru allt saman blóð­tappar sem hafa gengið til baka,“ út­skýrir Rúna.

Þrálátur orðrómur

Frétta­blaðinu hefur í­trekað borist á­bendingar um meint til­vik þar sem ung heilsu­hraust kona á að hafa lamast, misst sjón og hlotið tugi blóð­tappa í kjöl­far bólu­setningar með AstraZene­ca. Sagan hefur verið á kreiki í síðast­liðnar vikur en virðist þó vera sprottin úr engu.

Rúna stað­festir að enginn hafi blindast eða lamast í kjöl­far bólu­setningar og að þær 14 til­kynningar sem borist hafa um blóð­tappa hafi verið að­skildar. „Við höfum ekki orðið vör við svona orð­róma ný­lega enda erum við lík­lega ekki á þeim stöðum á sam­fé­lags­miðlum að við höfum upp­lýsingar um slíkt,“ segir Rúna.

„Við hvetjum fólk sem telur að það sé með mögu­lega auka­verkun vegna bólu­setningar að til­kynna það til okkar.“ Mikil­vægt sé að nýta þar til gert eyðu­blað en ekki hringja eða senda tölvu­póst líkt og lagt var til í aug­lýsingunni.

„Í tölvu­póstum er fólk oft að senda per­sónu­legar upp­lýsingar sem eiga ekki heima hjá okkur og með því að fylla út eyðu­blaðið er hægt að gera mjög greina­góða lýsingu á mögu­legri auka­verkun og líka á sjúk­dóms­á­standi, undir­liggjandi sjúk­dómum og annarri lyfja­gjöf, sem eru mun á­reiðan­legri upp­lýsingar til að vinna með.“

Allar upp­­­lýsingar um raun­veru­­legar auka­­­verkanir eru síðan að finna í sam­þykktum fylgi­­seðlum sem séu að­­gengi­­legir á vef stofnunarinnar.