Allir starfs­menn og sjúk­lingar blóð- og krabba­meins­deildar Land­spítala voru sendir í skimun eftir að smit greindist hjá sjúk­lingi sem hafði ný­lega verið lagður inn á deildina. Niður­stöður úr skimun starfs­manna og sjúk­linga liggja nú fyrir og hefur enginn greinst með veiruna.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá Land­spítalanum um málið fékk sjúk­lingurinn sem um ræðir já­kvætt svar úr skimun í gær­kvöldi. Ekki liggur fyrir hvernig sjúk­lingurinn smitaðist en hann hafi þó verið smitaður við inn­lögn. Hann hefur nú verið fluttur á smit­sjúk­dóma­deild í Foss­vogi.

Deildin verið opnuð á ný

Deildinni var lokað í kjöl­farið og voru um 30 sjúk­lingar og 20 starfs­menn skimaðir í morgun. Að mati far­sótta­nefndar spítalans er ekki um út­breitt smit á deildinni að ræða. Í ljósi þessa hefur deildin verið opnuð á nýjan leik og er starf­semi hennar nú með venju­bundnum hætti.

„Smit hvort heldur sjúk­linga eða starfs­fólks á deildum eru al­var­legir at­burðir í starf­semi Land­spítala og við­bragðið alltaf um­fangs­mikið og út­breitt. Það við­bragð, öflugar sótt­varnir og um­fangs­miklar öryggis­ráð­stafanir til að vernda sjúk­linga og starfs­fólk hafa nú leitt af sér þessa góðu niður­stöðu,“ segir í til­kynningu frá Land­spítala.