Sérsveitin var kölluð út í Borgarholtsskóla í Grafarvogi rétt eftir klukkan 13 í dag eftir að ungur karlmaður mætti í skólann vopnaður hafnaboltakylfu og réðst á nemendur.

Talið er að um fimm eða sex aðilar hafi verið í átökum og ekki staðfest hvort allir hafi verið nemendur við skólann.

Fjórir nemendur voru fluttir á slysadeild en að sögn Valgarðs Valgarðssonar aðalvarðstjóra er enginn alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru slasaðir nemendur fæddir 2004.

Búið er að handtaka árásarmanninn.

Mikill viðbúnaður lögreglu í Borgarholtsskóla í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink

Elín Agnes Kristínardóttir, stöðvarstjóri hjá lögreglustöð 4 í Reykjavík, segir lögreglu vera að ná utan um vettvang. Ekki væri hægt að segja til um hvort árásarmaður hafi verið nemandi við skólann eða utanaðkomandi aðili.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink