Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknar, segir góða samstöðu í ríkisstjórninni varðandi aðgerðir gegn Covid-19 í samtali við Fréttablaðið að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu.

„Við erum mjög einhuga um að sú staða sem er upp er að því leitinu góð miðað við að við erum svo vel bólusett, bólusetningar eru að skila þeim árangri að fólk verður minna veikt. Það er áhyggjuefni að einhver tíu prósent hafi ekki látið bólusetja sig. Síðan höfum við verið að skoða hvað er hægt að gera til að styrkja stöðu Landspítalans og styrkja þessar varnir á landamærunum til lengri tíma varðandi ný afbrigði sem við þekkjum ekki dag og þannig horfa inn í framtíðina,“ sagði Sigurður Ingi.

„Það eru allir það,“ sagði hann að lokum.