Fillippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Englandsdrottningar, er kominn á ný bak við stýrið eftir harðan árekstur fyrir tveimur dögum. Fillipus, sem er á tíræðisaldri, er sagður hafa ekið Land Rover jeppa sínum í veg Kia bíl í Sandringham á fimmtudaginn.

Nokkrir breskir fjölmiðlar hafa nú birt myndir af prinsinum á fer í nýjum Land Rover Freelander, sem er sams konar bíll og varð fyrir töluverðum skemmdum á fimmtudaginn.

Prinsinn slapp sjálfur ómeiddur frá slysinu, en ökumaður Kia-bílsins hlaut nokkra skurði og farþegi í bílnum úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða drengur sem einnig var í bílnum slapp ómeiddur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins mun lögreglan í Norfolk rannsaka áreksturinn og gerðar „viðeigandi ráðstafanir“ í kjölfarið. Chris Sprinks, sem stýrir rannsókninni, sagði við þarlenda fjölmiðla að prinsinum yrði ekki sýnd nein „hlutdrægni“ í rannsókn málsins.