Lítil sem engin úr­ræði eru í boði fyrir sjálf­stæða leik­hópa sem orðið hafa af tekjum vegna CO­VID-19 far­aldursins. Kven­fé­lagið Garpur er einn þeirra sjálf­stæðu hópa sem var gert að skella í lás vegna sam­komu­tak­markana og hafa þau ekki fengið neinn stuðning frá stjórn­völdum vegna tekju­taps síðasta árs.

„Núna veit ég að mennta­mála­ráð­herra og ríkis­stjórnin eru búin að vera að reyna, og líka BHM og FÍL og fleiri aðrir, sem hafa verið að vinna að því að ná utan um sem flesta hópa í sam­fé­laginu. Hvort sem það eru ein­yrkjar eða tón­listar­fólk en þetta er hópur sem að fellur al­gjör­lega á milli,“ segir leik­konan Sól­veig Guð­munds­dóttir sem fer fyrir Kven­fé­laginu Garpi.

Garpur frum­sýndi leikritið Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í febrúar 2020 og gátu þau sýnt verkið tíu sinnum áður en þeim var gert að skella í lás þegar sam­komu­bann var sett á í mars. Leik­hópurinn æfði sýninguna upp launa­laust síðast­liðið haust en gátu að­eins sýnt eina sýningu áður en leik­húsum var aftur lokað vegna seinni bylgju CO­VID-19.

Sjálf­stæðir leik­hópar geta ekki sótt um lokunar­styrki frá stjórn­völdum því lang­flestir þeirra eru skil­greindir sem á­huga­fé­lög en ekki sem fyrir­tæki og geta því ekki reitt fram gögn sem sýna fram á tekju­tengdan missi. Svo til einu úr­ræðin sem hafa verið í boði fyrir sjálf­stæða leik­hópa eru auka­fram­lög í verk­efna­sjóði á borð við sviðs­lista­sjóð. Slíkir sjóðir eru þó sam­keppnis­sjóðir og einungis er hægt að sækja um þar fyrir ný eða á­fram­haldandi verk­efni en ekki vegna tekju­taps.

„Í rauninni hefur öll sviðs­lista­senan verið úti­lokuð,“ segir Frið­rik Frið­riks­son, fram­kvæmda­stjóri Tjarnar­bíós og Sjálf­stæðu leik­húsanna.
Fréttablaðið/Eyþór

Öll sviðslistasenan útilokuð

„Hóparnir eru í raun bara ein­staklingar og eini á­vinningurinn er starf fyrir þessa hópa. Það verður ekki til hagnaður í menningar­kerfinu yfir höfuð. Menning er aldrei rekin með hagnaði svo að ég viti til, nema kannski í bíó­myndum. Þannig að í rauninni er lífs­viður­væri þessa fólks ekki til staðar og það eru fá úr­ræði,“ segir Frið­rik Frið­riks­son, fram­kvæmda­stjóri Tjarnar­bíós og Sjálf­stæðu leik­húsanna.

Frið­rik tók saman gögn um tekju­tap sjálf­stæðra leik­hópa frá 15. mars til 15. apríl 2020 en sam­kvæmt honum var miða­sölu­tap á því tímabili á bilinu 40-50 milljónir fyrir þær 19 sýningar sem þurftu að hætta starf­semi. Þar er einungis um að ræða sjálf­stæðar sýningar en ekki sýningar á vegum stofnana­leik­húsa á borð við Þjóð­leik­húsið og Borgar­leik­húsið.

Stærstur hluti af miða­sölu­tekjum fer í launa­kostnað og því er ljóst að um gífur­legan tekju­missi er að ræða fyrir sviðslistafólk þá mánuði sem leik­hús­lífið lá í lama­sessi á síðasta ári. Tjarnar­bíó þurfti til að mynda að segja upp meiri­hluta af sínu starfs­fólki í byrjun þessa árs en Frið­rik segir að þau verði öll ráðin aftur um leið og hagur vænkar.

„Þessi úr­ræði, tekju­falls­styrkir, lokunar­styrkir og hluta­bóta­leiðin, í rauninni hefur öll sviðs­lista­senan verið úti­lokuð frá þessu og það er náttúr­lega bara út af því að þetta eru allt menningar­fé­lög sem bera ekki ó­tak­markaða skatt­skyldu, heldur tak­markaða skatt­skyldu. Þetta er það rekstrar­form sem okkur hefur verið ráð­lagt í gegnum árin og núna kemur það okkur í koll,“ segir Frið­rik en bætir þó við að nú sé farið að birta yfir leik­hús­lífinu með auknum til­slökunum.