Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin, WHO, fylgist nú sér­stak­lega með nýju af­brigði kóróna­veirunnar sem ber nafnið Mu, B1.621, en um er að ræða af­brigði sem varð fyrst vart í Kólumbíu í janúar á þessu ári og hefur síðan dreifst um Suður-Ameríku og Evrópu.

Enn sem komið er hefur ekkert til­felli greinst af af­brigðinu hér á landi, sam­kvæmt upp­lýsingum frá al­manna­vörnum. Þar að auki hafa engin til­felli Lambda-af­brigðisins greinst hér á landi. Eins og er eru um 99 prósent til­fella hér á landi vegna Delta-af­brigðisins.

Mikil útbreiðsla í Kólumbíu og Ekvador

Að því er kemur fram í frétt Guar­dian um málið hafa smit vegna Mu-af­brigðisins komið upp öðru hverju frá því í janúar og í sumum til­fellum hefur verið um stærri hóp­smit að ræða. Sam­kvæmt WHO eru til­fellin til­tölu­lega fá en þó er á­stæða til að hafa á­hyggjur.

„Þrátt fyrir að fjöldi til­fella á heims­vísu af Mu-af­brigðinu meðal greindra til­fella hafi farið lækkandi og er eins og er undir 0,1 prósent, þá hefur tíðnin í Kólumbíu og Ekvador aukist jafnt og þétt,“ segir í til­kynningu frá WHO en af greindum til­fellum þar er tíðni af­brigðisins 39 í Kólumbíu og 13 prósent í Ekvador.

Fylgst vel með fimm afbrigðum í heildina

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin mun á­fram fylgjast með þróuninni þegar kemur að af­brigðinu í Suður-Ameríku og er þá einnig litið til þróunarinnar sam­hliða út­breiðslu Delta-af­brigðisins.

Nú er fylgst sér­stak­lega með fjórum af­brigðum, til við­bótar við Mu, en þau eru Alpha-af­brigðið, sem hefur verið greint í 193 löndum, Beta-af­brigðið, sem hefur greinst í 141 landi, Gamma, sem hefur greinst í 91 landi, og Delta-af­brigðið, sem hefur greinst í 170 löndum.

Ekki er talin á­stæða til að hafa sér­stakar á­hyggjur af Lambda-af­brigðinu, sem kom fyrst upp í Perú og hefur dreifst um Suður-Ameríku, að svo stöddu að mati stofnunarinnar.