Gylfi Björn Helgason, formaður stjórnar Félags fornleifafræðinga, segir að ekki sé komið svar frá Umboðsmanni Alþingis eftir að félagið sendi inn ábendingu um brot á stjórnsýslulögum við ráðningu nýs þjóðminjavarðar.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, skipaði Hörpu Þórsdóttur í stöðuna á dögunum án þess að auglýsa starfið.
„Það er búið að móttaka ábendinguna okkar og efnisnefnd er að kanna málið, hvort það verði tekið til rannsóknar,“ segir Gylfi.