Gylfi Björn Helga­son, for­maður stjórnar Fé­lags forn­leifa­fræðinga, segir að ekki sé komið svar frá Um­boðs­manni Al­þingis eftir að fé­lagið sendi inn á­bendingu um brot á stjórn­sýslu­lögum við ráðningu nýs þjóð­minja­varðar.

Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, skipaði Hörpu Þórs­dóttur í stöðuna á dögunum án þess að aug­lýsa starfið.

„Það er búið að mót­taka á­bendinguna okkar og efnis­nefnd er að kanna málið, hvort það verði tekið til rann­sóknar,“ segir Gylfi.