Engin greindist með Covid-19 innanlands um helgina.

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is.

Engin innanlandssmit greindust á 17. júní. Á miðvikudaginn í síðustu viku greindust tveir utan sóttkvíar. Töluvert var um veisluhöld um helgina vegna útskrifta auk fleiri tilefna, ef einhver smitaðist þá munu þau smit ekki koma fram fyrr en síðar í vikunni.

Alls eru 41 í sóttkví og 15 í einangrun. Þá er einn á sjúkrahúsi.

Haldið verður áfram að bólusetja landsmenn í vikunni. Bólusett verður með efni Janssen á morgun og Pfizer á miðvikudag. Bólusetning með efni AstraZenica frestast um viku.