Ás­mundur Einar Daða­son, Mennta- og barna­mála­ráð­herra, var spurður um það í tví­gang á Al­þingi í dag hvers vegna ríkis­stjórnin á­kvað veita sveitar­fé­lögum fjár­hags­lega stuðning sem getur orðið allt að 200.000 krónur fyrir flótta­börn frá Úkraínu fremur en börn á flótta frá öðrum ríkjum.

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, vitnaði í við­tal við sviðs­stjóra hjá Rauða krossinum sem gagn­rýndi að ríkið styrkti úkraínsk börn á flótta um­tals­vert hærri fjár­hæð en flótta­börn frá öðrum ríkjum.

„Lengi hefur verið kallað eftir auknum fjár­fram­lögum í þágu barna á flótta, enda um sér­lega við­kvæman hóp að ræða sem þarf að­stoð hvort tveggja við að­lögun en ekki síður vegna á­falla­vinnu í kjöl­far stríðs­á­taka og annarra hörmunga sem þau hafa upp­lifað. En eitt verður yfir alla að ganga eða hvað? Það vakti því undrun að hæst­virtur barna­mála­ráð­herra skyldi birtast í fjöl­miðlum og rétt­læta þessa mis­munun í stað þess að biðjast af­sökunar á þessum mis­tökum,“ sagði Helga Vala og minnti Ás­mund á jafn­ræðis­reglu stjórnar­skrárinnar sem leggur skýrt bann við mis­munun á grund­velli þjóð­ernis­upp­runa litar­háttar eða trúar­bragða.

„Ég sé engin rök fyrir því að greiða sveitar­fé­lagi meira fyrir að sinna þjónustu við flótta barn frá Úkraínu en flótta barni frá, segjum Afgan­istan, og ég hef ekki séð stjórn­völd bera fram nein hald­bær rök fyrir þessu,“ sagði Helga Vala og spurði Ás­mund hver rökin væri fyrir því að greiða hærri fjár­hæð með úkraínskum börnum en þeim frá Afgan­istan og Sýr­landi.

„Telur hæstv. ráð­herra þessa á­kvörðun standast jafn­ræðis­reglu stjórnar­skrár eða stendur til að leið­rétta greiðslurnar þannig að öll börn á flótta sem fá hér skjól njóti sömu réttinda til máls?“ spurði Helga Vala.

„Börn eru börn, alveg sama hvort þau koma frá Úkraínu eða Sýr­landi“

Ás­mundur Einar vitnaði í eigið sjón­varps­við­tal frá því í gær og sagði að „börn eru börn, alveg sama hvort þau koma frá Úkraínu eða Sýr­landi.“

„Þar sem um er að ræða hérna er að við höfum verið í mjög góðu sam­bandi og sam­tali við sveitar­fé­lögin um hvernig skuli tekið utan um þessa hópa sem nú eru að koma frá Úkraínu vegna þess að þeir fara ekki með beinum hætti inn í sam­ræmda mót­töku­kerfi sem er verið að keyra,“ bættir Ás­mundur við.

Hann sagði að menn töldu tals­vert lík­legt að hingað kæmu ansi stórir hópar í frá Úkraínu og höfðu sveitar­fé­lögin á­hyggjur af því.

„Þannig er þetta til komið, að meðan verið er að forma mót­tökuna í skóla­kerfinu og hvernig við sjáum það fyrir okkur, þá var þetta gert.“

„En hins vegar er það alveg hár­rétt hjá þing­manninum að það er mikil­vægt að við tökum betur utan um börn á flótta og það erum við að undir­búa,“ bætti Ás­mundur við.

„Ég held að það sé bara hægt að segja það og það er á­stæða til að gera enn betur gagn­vart börnum á flótta og það erum við að gera, m.a. með sér­stöku stýri­hóps sem ný­verið var settur upp og leiðir þessa vinnu í ráðu­neytinu til mál,“ sagði Ás­mundur að lokum.

Arn­dís Anna Kristinar­dóttir Gunnars­dóttir, þing­maður Pírata, spurði Ás­mund einnig um þessar auka­greiðslur

„Ráð­herra hefur borið því við að nú sé verið að taka sér­stak­lega utan um þetta verk­efni. Það er komið flótta­fólks hingað til lands vegna inn­rásarinnar í Úkraínu. Það svarar hins vegar ekki spurningunni um það hvers vegna stuðningurinn sé af­markaður eftir þjóð­erni, hvers vegna úr­ræðið eigi ekki ein­fald­lega við um allt fólk á flótta. Þessi á­skorun er nefni­lega ekki ný af nálinni,“ sagði Arn­dís Anna.

Hún bætti við að skortur á stuðningi við börn af er­lendum upp­runa, ekki síst við börn á flótta, hefur áður verið gagn­rýndur auk al­var­legra tafa á því að börn á flótta komist í skóla sem dæmi.

„Mörg þeirra vanda­mála hefur sannar­lega mátt rekja til skorts á fjár­magni og að­stöðu sveitar­fé­laganna til að veita þessum börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á lögum sam­kvæmt stríðs­á­tök í Sýr­landi og annað al­var­legt á­stand fyrir botni Mið­jarðar­hafs hafi um ára­bil gefið á­stæðu til að ætla að hingað leiti nokkur fjöldi fólks, þar á meðal börn.“

„Á þessu ári hafa um eitt 1330 manns leitað hingað til lands þó þorri fólksins sé af úkraínska upp­runa leitar enn hingað fólk frá öðrum ríkjum líkt og Venesúela, Palestínu, Sýr­landi og Afgan­istan,“ sagði Arn­dís og spurði Ás­mund hvers vegna hann hefur ekki talið á­stæður til að bæta fjár­magni í mála­flokkinn fyrr.

Arn­dís Anna Kristinar­dóttir Gunnars­dóttir, þing­maður Pírata.
Fréttablaðið/Anton Brink

Mikil óvissa ríkti um fjölda barna

Ás­mundur Einar endur­tók svar sitt og sagði að um væri að ræða tíma­bundna að­gerð vegna þess að það var ótti um veru­legan þunga á kerfinu vegna stríðsins í Úkraínu.

„Menn renndu svo­lítið blint í sjóinn með það hvað væru margir ein­staklingar og fjöl­skyldur að koma til landsins. Það sem við höfum verið að gera undan­farin ár er að við höfum verið að koma upp sam­ræmdu mót­töku­kerfi flótta­fólks þar sem horft var sér­stak­lega á það hvernig tekið yrði utan um fjöl­skyldur sem hingað kæmu á flótta,“ sagði Ás­mundur og sagði að ráðu­neytið í sam­starfi við fé­lags­mála­ráðu­neytið hefur verið að vinna og þróa betra stuðnings­kerfi hér­lendis síðast­liðinn ár.