Íslensk erfðagreining stóð fyrir skimun til að kanna útbreiðslu Covid-19 í Vestmannaeyjum en niðurstöður sýndu að enginn þátttakenda væri smitaður af veirunni. Tekin hafa verið yfir 600 sýni í Heimey.

Engin ný smit hafa því greinst síðastliðinn sólarhring og er staðan óbreytt frá því í gær. Enn eru fjórir einstaklingar í einangrun en allir smituðust þeir um Verslunarmannahelgina. Alls eru 78 manns í sóttkví.

„Aðgerðastjórn vil þakka starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum fyrir skjót viðbrögð og vel unnin störf við skipulagðar skimanir,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum

Tilkynning frá aðgerðastjórn: Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og er staðan því enn...

Publicado por Lögreglan í Vestmannaeyjum em Quarta-feira, 12 de agosto de 2020