Ný rann­sókn frá Bret­landi sýnir að sjald­gæfar auka­verkanir, sem fela í sér blóð­tappa og blóð­sega­vanda­mál, í kjöl­far bólu­setningar með bólu­efni AstraZene­ca séu veru­lega sjald­gæfar hjá þeim sem eru eldri en 60 ára en hjá þeim sem eru undir 50 ára aldri fá um það bil einn af hverjum 50 þúsund auka­verkanir.

Að því er kemur fram í frétt Reu­ters um málið voru um 85 prósent allra til­kynninga um blóð­tappa í kjöl­far bólu­setningar með AstraZene­ca hjá ein­stak­lingum yngri en 60 ára, þrátt fyrir að flestir skammtar af bólu­efninu hafi farið til eldri ein­stak­linga.

Hömlur settar á í sumar

Engin ný til­felli hafa verið skráð í Bret­landi frá því að á­kveðið að bólu­setja ekki ein­stak­linga yngri en fer­tugt með bólu­efninu í síðasta mánuði en margar þjóðir settu hömlur á hverjir gætu fengið bólu­efnið eftir að greint var frá auka­verkununum í vor.

Sue Pavord, blóð­sjúk­dóma­fræðingur hjá Ox­ford há­skóla, stýrði rann­sókninni sem var birt í lækna­ritinu New Eng­land Journal of Medicine í gær en í sam­tali við blaða­menn sagði hún það vera gífur­legan létti að enginn ný til­felli hafi verið skráð í landinu í fjórar vikur.

Há dánartíðni

Rann­sóknin rennir stoðum undir á­kvörðun landa um að setja aldurs­tak­markanir á hverjir fá bólu­efnið og sýnir að yngra fólk sé lík­legra til að fá auka­verkanirnar. Auka­verkanirnar geta verið mjög al­var­legar og geta lagst á annars heil­brigða ein­stak­linga.

Í heildina voru 294 mögu­leg til­felli auka­verkanna skoðuð og í 220 til­fellum var sannar­lega um auka­verkun af völdum bólu­efnisins að ræða. Dánar­tíðni ein­stak­linga sem fengu auka­verkunina var um 23 prósent en hjá þeim sem fengu blóð­tappa í heila var dánar­tíðnin tölu­vert hærri, eða 7 prósent. Með­ferðir með blóð­vökva leiddu þó til þess að um 90 prósent þeirra sem fengu auka­verkanir lifðu af.