Enginn greindist með veiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð, og hefur því ekkert innanlandssmit komið upp frá 26. febrúar. Þrjú smit hafa greinst innanlands síðastliðnar tvær vikur en ekkert smit hefur greinst utan sóttkvíar frá 1. febrúar.

Alls eru nú ellefu manns í einangrun með virkt smit og 13 í sóttkví en þeim fjölgar milli daga. Rúmlega 400 sýni voru tekin innanlands í gær.

Á landamærunum greindust fimm einstaklingar með veiruna en af þeim reyndust þrír vera með virkt smit við fyrstu skimun og einn við seinni skimun. Beðið er mótefnamælingar úr einu sýni en alls voru 360 sýni tekin við landamærin í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.