Ekki er búist við neinum töfum á Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina vegna manneklu.

Vel hefur gengið að manna allar stöður á vellinum að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia.

„Það gekk afar vel að ráða fólk til starfa á Keflavíkurflugvelli í sumar. Okkur tókst að ráða í um 97 prósent stöðugilda,“ segir Guðjón og bætir við: „Á álagstímum er auðvitað mikil umferð um völlinn eins og hefur verið. Við höfum nú, eins og undangengin sumur, hvatt farþega til að mæta snemma eða svona um þremur tímum fyrir brottför.“