Ingi­björg Gunnars­dóttir, prófessor í næringar­fræði við Há­skóla Ís­lands segir enga leið að svara því í fljótu bragði fyrir hvern lýsi getur gert gagn og fyrir hvern ekki. Lýsis­notkun virðist hafa dregist saman hér á landi.

Til­efnið eru fréttir af því að banda­rískir vísinda­menn efist um heil­næm á­hrif lýsis. Rann­sóknir á gagn­semi þess gefi æ flóknari svör og gengur prófessor við Harvard svo langt að segja að vitað hafi verið í ára­bil að lýsi geri ekkert gagn fyrir heil­brigða meðal­manneskju.

Góður D-víta­míngjafi

„Ómega 3 fitu­sýrur eru eitt mest rann­sakaða efni innan næringar­fræðinnar og mjög erfitt að al­hæfa um heil­næmi þess, ekki síst vegna þess að orðið heil­næmi getur átt við um svo margt ,“ segir Ingi­björg í skrif­legu svari sínu við fyrir­spurn Frétta­blaðsins vegna málsins.

Hún segir að hér á landi hafi lands­mönnum verið ráð­lagt að taka inn lýsi fyrst og fremst vegna þess að það sé góður D-víta­míngjafi.

„En ómega 3 fitu­sýrur (A- og Evíta­mín) fylgja í „kaup­bæti“ og nýtast senni­lega þeim best sem fá lítið af þessum efnum úr fæði. Lengi vel var bara talað um að taka lýsi sem D-víta­míngjafa, en í nýrri út­gáfum af ráð­leggingum er talað um lýsi eða annan D-víta­míngjafa.“

Lýsi er geysivinsælt til inntöku og ekki bara hérlendis heldur líka erlendis.
Fréttablaðið/Getty

Ekki mögu­legt að svara spurningunni

Ingi­björg bendir á að þúsundir vísinda­greina sem lýsa heilsu­fars­legum á­hrifum af töku ómega 3 fitu­sýra hafi verið skrifaðar.

„Ýmsum heilsu­fars­legum á­vinningi hefur verið lýst, en svo er einnig mikið um núll-niður­stöður þar sem engin á­hrif sjást,“ skrifar Ingi­björg.

Vísinda­menn skoði tengsl neyslu ómega 3 fitu­sýra við marga mis­munandi sjúk­dóma eða þekkta á­hættu­þætti þeirra og eins séu rann­sóknir gerðar í mis­munandi aldurs­hópum og ó­líkum hópum, meðal heil­brigðra og ein­stak­linga með undir­liggjandi sjúk­dóma.

„Það er því engin leið að svara því í fljótu bragði fyrir hvern ómega 3 fitu­sýrur úr lýsi geti gert gagn og fyrir hvern ekki.“

Ein lítil skeið af þorskalýsi á dag gæti gert gagn....fyrir suma.
Fréttablaðið/Stefán

Stór flokkur fitu­sýra

Ingi­björg nefnir jafn­framt nokkra punkta sem geta út­skýrt hvers vegna niður­stöður rann­sókna á þessu sviði geta verið mis­vísandi. Hún tekur fram að listinn sé ekki tæmandi.

„Fæðu­bótar­efni gera ekki gagn nema efnið sem um ræðir sé ekki í nægu magni í fæðu. Þannig gagnast ómega 3 fitu­sýrur sem fæðu­bót best þeim sem fá lítið af þessum fitu­sýrum úr fæðu.

Þetta gæti að hluta til skýrt mis­vísandi niður­stöðu rann­sókna þar sem ómega 3 fitu­sýrur eru gefnar sem fæðu­bót, því ef stór hluti þátt­tak­enda fær nóg núþegar úr sinni fæðu þá eru engar líkur á „auka­á­hrifum“ af töku fæðu­bótar­efnis. Of­skömmtun virðist líka geta haft slæmar af­leiðingar fyrir suma,“ segir Ingi­björg.

Hún bendir þá á að ómega 3 fitu­sýrur séu stór flokkur af mis­munandi fitu­sýrum. „Mis­munandi er milli rann­sókna hvaða fitu­sýrur er verið að ein­blína á, form þeirra er mis­munandi og það getur haft á­hrif á frá­sog og nýtingu (og þar með líf­vírkni),“ út­skýrir Ingi­björg.

Ingi­björg segir að það sé eðli­legt að mis­munandi niður­stöður sjáist í rann­sóknum á mis­munandi hópum, líkt og í hópum heil­brigðra og þeirra sem eru með undir­liggjandi sjúk­dóma og þegar mis­munandi enda­punktar séu skoðaðir.

Gæti gert gagn...fyrir suma

„Notkun á hefð­bundnu lýsi virðist hafa dregist saman hér­lendis og fleiri nýta aðra D-víta­míngjafa. Ómega 3 bæti­efna­notkun virðist einnig fjöl­breyttari en hún var fyrir nokkrum ára­tugum, þegar fólk notaði fyrst og fremst lýsi, en nú eru margar tegundir af ómega 3 bæti­efnum á markaði,“ skrifar Ingi­björg.

„Það er ó­ljóst hvort minni lýsis­neysla muni hafa ein­hver heilsu­fars­leg á­hrif hér­lendis. En fyrir hinn al­menna Ís­lending ætti að vera öruggt að nota eina te­skeið/litla mat­skeið af þorska­lýsi dag­lega sem fæðu­bót. Lýsið sé fínasti D-víta­míngjafi og fitu­sýrurnar gætu alveg gert gagn, að minnsta kosti fyrir suma.“