Kjaramál

Engin lausn í sjónmáli í langri deilu ljósmæðra og ríkisins

Engin niðurstaða varð af samningafundi ljósmæðra og ríkisins í gær. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir deiluna í hnút. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala segir veruleikann verða svartari og svartari.

Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í gær til stuðnings ljósmæðrum. Samningafundur deiluaðila var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar fyrr en eftir tvær vikur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Tilboð okkar eins og það stendur er algjört lokatilboð og það mun standa. Við skrifum ekki undir samning sem við vitum að ljósmæður munu ekki samþykkja. Kröfur okkar eru komnar að sársaukamörkum og ljósmæður munu ekki samþykkja neitt minna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.

Engin niðurstaða varð af fundi samninganefndanna í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir það sameiginlegt mat aðila að ekki sé ástæða til að boða til nýs fundar að svo stöddu. „Ég mun auðvitað boða til fundar innan tveggja vikna eins og lög gera ráð fyrir. Þegar það er svona mikil gjá milli aðila er hins vegar engin ástæða til að boða til fundar fyrr, nema eitthvað breytist,“ segir Bryndís.

Sjá einnig: Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH

Á fundinum var lagt fram tilboð af hálfu ríkisins sem fól í sér breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu. Katrín Sif segir tilboðið alls ekki fullnægjandi. „Þessar breytingar hefðu kostað það að vaktavinnuálag hefði minnkað um um það bil helming og er það ekki mikið fyrir.“

Katrín segir mikinn einhug í ljósmæðrum en óttast að brotthvarf úr stéttinni verði ekki lagfært svo glatt. „Það hafa fjölmargar ljósmæður ráðið sig annað. Það gæti tekið fjölmörg ár að lagfæra skaðann. Eftir því sem tíminn líður þá slokknar eitthvað í manni viljinn til að fara aftur inn í kerfið.“

Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir veruleikann verða svartari og svartari.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt og næsta helgi verður mjög erfið.“

Linda segir að unnið verði áfram eftir sömu neyðaráætlun og hingað til. Þegar hins vegar við bætist yfirvinnubann í næstu viku og að illa gangi að manna vaktir þurfi að grípa til einhverra ráða. Hún segir fleiri uppsagnir yfirvofandi sem bætast þá við þær tólf sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. „Það er okkar reynsla af fyrri kjaradeilum að 10 til 15 prósent þeirra sem segja upp koma ekki aftur.“

Anna Björnsdóttir, deildarstjóri kvennadeildar HVE á Akranesi, segir mikið af konum af höfuðborgarsvæðinu hringja til að spyrjast fyrir um ástandið.

„Við finnum fyrir aukningu. Við reynum öll að hjálpast að, við höfum ekkert val,“ segir Anna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Beðið eftir útspili stjórnvalda

Kjaramál

Bjóða 20 þúsund króna hækkun á ári

Kjaramál

Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing