Frá og með deginum í dag þarf ekki að vera með grímu í meiri­hluta flug­ferða hjá stærstu flug­fé­lögum Norður­landananna.

Sam­kvæmt frétt á vef For­bes hafa SAS, Norwegian, Wi­derøe og Flyr af­numið grímu­skyldu í öllum ferðum sínum milli Noregs, Dan­merkur og Sví­þjóðar.

Þjóðirnar þrjár hafa allar af­numið mikinn meiri­hluta tak­markana vegna kórónu­veirunnar. Þá er lang­flestir í­búar landanna bólu­settir og lítið álag á sjúkra­hús vegna veirunnar.