Engin til­fell­i voru skráð af in­flú­ens­u á sein­ast­a infl­ú­ens­u­tím­a­bil­i, vet­ur­inn 2020-2021, en síð­ust­u fimm ár hafa að með­al­tal­i 476 til­fell­i ver­ið skráð á hverj­u tím­a­bil­i. Þett­a kem­ur fram í nýj­ast­a frétt­a­bréf­i sótt­varn­a­lækn­is.

Að því er sótt­varn­a­lækn­ir seg­ir skýr­ist þett­a lík­leg­ast af ferð­a­tak­mörk­un­um og að­gerð­um á land­a­mær­um. Þá hafi aldr­ei jafn marg­ir ver­ið ból­u­sett­ir við in­flú­ens­u. Mun færr­i greind­ust með lek­and­a það sem af er ári, sam­an­bor­ið við sein­ust­u þrjú ár, en eng­in breyt­ing er á til­fell­um kla­mýd­í­u og HIV.

Að­eins 29 ein­staklingar greind­ust með lek­and­a frá jan­ú­ar til maí á þess­u ári, 21 karl og 20 með er­lent rík­is­fang. Á sama tíma á sein­ast­a ári höfð­u um 60 til­fell­i greinst.

Upp­safn­að­ur fjöld­i kla­mýd­í­u í maí á þess­u ári var um 700, svip­að og árið á und­an. Fjöld­i til­fell­a af HIV helst einn­ig sam­bær­i­leg­ur mill­i ára, en þar hafa tólf greinst það sem af er ári.