Lyfjastofnun hefur borist tólf tilkynningar vegna gruns um aukaverkun eftir bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára, engin þeirra er metin alvarleg.

Þetta kemur fram í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Meðal aukaverkana sem tilkynntar hafa verið til Lyfjastofnunar hjá aldurshópnum 5 til 11 ára eru; uppköst, niðurgangur, eymsli í handlegg, hiti slappleiki, höfuðverkur, þreyta, magaverkir, útbrot og kláði.

Bólusetningar barna í þessum aldurshópi hófust 10. janúar á höfuðborgarsvæðinu og þótti þátttakan mjög góð.