Gríðar­legur vatns­leki varð í Há­skóla Ís­lands í nótt og liggur starf­semi í nokkrum byggingum niðri. Engar skemmdir urðu hins vegar hjá Árna­stofnun þar sem hand­rita­safn Árna Magnús­sonar er geymt. Hand­rita­safnið er á varð­veislu­skrá UNESCO og er eitt mesta safn ís­lenskra menningar­verð­mæta.

Um fimm hundruð lítrar flæddu inn í Aðal­byggingu Há­skóla Ís­lands, Lög­berg, Gimli, Árna­garð, Há­skóla­torg og Stúdenta­kjallarann. Verið er að rann­saka upp­tök lekans en talið er að hann tengist endur­nýjun vatns­lagna á Suður­götu. Lekinn stóð í 75 mínútur samkvæmt upplýsingum frá Veitum.

Árna­stofnun er til húsa í Árna­garði en engar skemmdir urðu á hand­rita­geymslunni sam­kvæmt upp­lýsingum frá stofnuninni. Þar eru geymd 1666 hand­rit en það síðasta var af­hent ís­lensku þjóðinni frá Dan­mörku árið 1997. Þó eru enn hand­rit úr safni Árna geymd í Dan­mörku. Auk þess má finna þar 1345 ís­lensk forn­bréf í frum­riti og tæp­lega sex þúsund forn­bréfa­upp­skriftir. Árna­stofnun geymir einnig mörg önnur hand­rit og hand­rits­brot sem gefin hafa verið henni af einka­aðilum.

Unnið er að því að dæla vatni úr byggingum Há­skólans og á­ætlað að það verk standi fram eftir degi.