Í dag héldu Veður­stofan, al­manna­varnir og Múla­þing fund vegna úr­komu­spár á Austur­landi í nótt og fram á þriðju­dag. Vinda­spá gerir ráð fyrir suð­austan­átt, 8 til 12 metrum á sekúndu, en þessi vind­átt skapar úr­komu­skugga á Seyðis­firði og því er ekki talin á­stæða til rýmingar húsa að því er segir í til­kynningu frá al­manna­vörnum. Enn er þó í gildi ó­vissu­stig al­manna­varna á Seyðis­firði.

Gefin hefur verið út úr­komu- og skriðu­við­vörun á sunnan­verðum Aust­fjörðum.

Hryggurinn milli skriðu­sársins og Búðar­ár í fjalls­hlíðinni við Seyðis­fjörð er enn á hreyfingu, þó hægt hafi á henni. Sam­kvæmt mælingum hefur stykkið sem hann stendur á hafi hrokkið til um 15 til 20 milli­metra í gær­kvöldi. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum.

Sam­kvæmt úr­komu­spá næstu daga er hugsan­legt að ein­hver hluti hryggsins fari af stað en líkt og áður er ekki gert ráð fyrir að hann fari allur í einu, sökum þess hve sprunginn hann er og gliðnaður. Út­reikningar sýna að allar líkur eru á að varnar­garðar og safn­þró leiði efnið til sjávar án þess að valda tjóni á mann­virkjum, jafn­vel þó hryggurinn fari allur í einu af stað.

Gríðar­legar skemmdir urðu á Seyðis­firði í fyrra af völdum aur­skriða.

Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar og við­eig­andi ráð­stafanir gerðar þyki á­stæða til.

Á­fram verði að­gæsla vegna um­ferðar á göngu­stígum með fram Búðar­á og annars staðar þar sem varnar­garðar beina skriðu­straumum.

Al­manna­varnir minna á Hjálpar­síma Rauða krossins 1717.

Á blogg­síðu Veður­stofu Ís­lands er hægt að skoða stað­setningu svæðisins sem um ræðir og þar má fá ítar­legri upp­lýsingar um stöðuna.

Á vef Veður­stofunnar er til­kynningar­borði þar sem hægt er að nálgast upp­lýsingar um vöktun og fleira.