Sam­kvæmt hert­um sótt­varn­a­að­gerð­um stjórn­vald­a sem taka gild­i á mið­nætt­i mega ein­ung­is 30 manns taka þátt í skip­u­lögð­um at­höfn­um á veg­um trú­ar­sam­tak­a. Fram und­an eru ferm­ing­ar og ljóst er að nýju regl­urn­ar hafa mik­il á­hrif á þær.

Í til­kynn­ing­u frá þjóð­kirkj­unn­i seg­ir að alt­ar­is­göng­ur fari ekki fram eins og sak­ir stand­a, „en hug­að verð­i að því að þær geti far­ið fram með börn­un­um og fjöl­skyld­um þeirr­a þeg­ar að­stæð­ur leyf­a.“

Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, hvet­ur starfs­fólk þjóð­kirkj­unn­ar og sókn­ar­nefnd­ir að eiga sam­starf við ferm­ing­ar­börn og fjöl­skyld­ur þeirr­a hvort af ferm­ing­um verð­i eða þeim frest­að. Mög­u­legt sé að fjölg­a at­höfn­um þann­ig að færr­i verð­i við­stadd­ir í einu en börn­in verð­i fermd.

„Ég vil hvetj­a ykk­ur til dáða á þess­um veir­u­tím­um. Mik­il­vægt er að við höld­um vöku okk­ar og ger­um okk­ar best­a í bar­átt­unn­i við þenn­an vá­gest. Í þeirr­i bar­átt­u stönd­um við ekki ein og yf­ir­gef­in,“ skrif­ar bisk­up.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.